Afmælisbarn Jóninna um síðustu helgi þegar tímamótum var fagnað.
Af­mæl­is­barn Jón­inna um síðustu helgi þegar tíma­mót­um var fagnað. — Ljós­mynd/​Leif­ur Franz­son

„Heils­an er góð og minnið ein­stakt,“ seg­ir Leif­ur Franz­son um móður sína Jóninnu Mar­gréti Páls­dótt­ur, sem fædd er 17. mars 1920 og varð 105 ára í gær. Hún er næ­stelsti Íslend­ing­ur­inn. Eldri henni er Þór­hild­ur Magnús­dótt­ir, sem varð 107 ára í des­em­ber.

Fram á síðustu miss­eri hélt Jón­inna eigið heim­ili í Grana­skjóli í Reykja­vík, en hjartað slær í Stykk­is­hólmi, þar sem hún er upp­al­in. Hún býr nú á dval­ar­heim­ili Hrafn­istu við Sléttu­veg. Stór hóp­ur af­kom­enda heilsaði upp á Jóninnu um helg­ina.

Jón­inna er dótt­ir Páls V. Bjarna­son­ar sýslu­manns í Stykk­is­hólmi og Mar­grét­ar Árna­dótt­ur konu hans. Hún náði 101 árs aldri og Hild­ur Sol­veig, syst­ir Jóninnu, varð 103 ára. Það er sem sagt lang­lífi í ætt­inni.

Eig­inmaður Jóninnu var Franz E. Páls­son. Fjór­ir syn­ir Jóninnu og Franz eru Páll toll­vörður, Hjalti jarðfræðing­ur,

...