Nýir siðir koma með nýj­um herr­um seg­ir ein­hvers staðar og sýn­ist það eiga vel við á Bessa­stöðum. At­hygli vakti á 75 ára af­mælis­tón­leik­um Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands á dög­un­um að svo virðist sem Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands noti ekki fullt nafn við und­ir­skrift sína
Undirskrift Halla undirritar drengskapareið að stjórnarskrá Íslands.
Und­ir­skrift Halla und­ir­rit­ar dreng­skapareið að stjórn­ar­skrá Íslands. — Ljós­mynd/​Sig­ur­jón Ragn­ar

Hösk­uld­ur Daði Magnús­son

hdm@mbl.is

Nýir siðir koma með nýj­um herr­um seg­ir ein­hvers staðar og sýn­ist það eiga vel við á Bessa­stöðum. At­hygli vakti á 75 ára af­mælis­tón­leik­um Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands á dög­un­um að svo virðist sem Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands noti ekki fullt nafn við und­ir­skrift sína. Halla sendi hljóm­sveit­inni af­mæliskveðju í dag­skrár­riti hátíðar­tón­leik­anna. Und­ir það rit­ar hún með eig­in hendi. At­hygli vek­ur að und­ir­skrift for­set­ans er ekki fullt nafn henn­ar held­ur styttri og ef til vill alþjóðlegri út­gáfa en lands­menn hafa átt að venj­ast hjá for­seta Íslands; Halla Tom­as.

Morg­un­blaðið spurðist fyr­ir um þetta hjá for­seta­embætt­inu.

Fyr­ir­spurn­in var svohljóðandi: „Er þetta al­mennt í störf­um Höllu Tóm­as­dótt­ur sem for­seti

...