
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Nýir siðir koma með nýjum herrum segir einhvers staðar og sýnist það eiga vel við á Bessastöðum. Athygli vakti á 75 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á dögunum að svo virðist sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands noti ekki fullt nafn við undirskrift sína. Halla sendi hljómsveitinni afmæliskveðju í dagskrárriti hátíðartónleikanna. Undir það ritar hún með eigin hendi. Athygli vekur að undirskrift forsetans er ekki fullt nafn hennar heldur styttri og ef til vill alþjóðlegri útgáfa en landsmenn hafa átt að venjast hjá forseta Íslands; Halla Tomas.
Morgunblaðið spurðist fyrir um þetta hjá forsetaembættinu.
Fyrirspurnin var svohljóðandi: „Er þetta almennt í störfum Höllu Tómasdóttur sem forseti
...