
Kósóvó
Vladimir Novak
vnovak@eunet.rs
Þegar Þjóðverjinn reyndi Franco Foda tók við starfi landsliðsþjálfara Kósóvó í febrúar á síðasta ári hikaði hann ekki við að skýra frá metnaðarfullum markmiðum sínum.
Hann vildi vinna liðinu sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar og ná öðru sætinu í undanriðli heimsmeistaramótsins þar sem liðið er í riðli með Sviss, Svíþjóð og Slóveníu.
Til að ná fyrsta takmarkinu eru umspilsleikirnir tveir gegn Íslandi síðasti áfanginn. Fyrri leikurinn fer fram í Pristina í Kósóvó á fimmtudagskvöld og sá seinni í Murcia á Spáni á sunnudag. Sigurliðið leikur í B-deild Þjóðadeildarinnar 2026-27. Í miðjum undirbúningnum fyrir þessa leiki gaf hinn 58 ára gamli Franco Foda sér tíma til að ræða við Morgunblaðið.
...