Þegar Þjóðverj­inn reyndi Franco Foda tók við starfi landsliðsþjálf­ara Kósóvó í fe­brú­ar á síðasta ári hikaði hann ekki við að skýra frá metnaðarfull­um mark­miðum sín­um. Hann vildi vinna liðinu sæti í B-deild Þjóðadeild­ar­inn­ar og ná öðru sæt­inu í…
2017 Leart Paqarada reynir að stöðva Jóhann Berg Guðmundsson á Laugardalsvellinum árið 2017. Ísland tryggði sér þá sæti á HM 2018 með því að vinna Kósóvó 2:0. Paqarada er enn í liði Kósóvó en Jóhann er meiddur.
2017 Le­art Paq­arada reyn­ir að stöðva Jó­hann Berg Guðmunds­son á Laug­ar­dals­vell­in­um árið 2017. Ísland tryggði sér þá sæti á HM 2018 með því að vinna Kósóvó 2:0. Paq­arada er enn í liði Kósóvó en Jó­hann er meidd­ur. — Morg­un­blaðið/​Krist­inn Magnús­son

Kósóvó

Vla­dimir Novak

vnovak@eu­net.rs

Þegar Þjóðverj­inn reyndi Franco Foda tók við starfi landsliðsþjálf­ara Kósóvó í fe­brú­ar á síðasta ári hikaði hann ekki við að skýra frá metnaðarfull­um mark­miðum sín­um.

Hann vildi vinna liðinu sæti í B-deild Þjóðadeild­ar­inn­ar og ná öðru sæt­inu í und­anriðli heims­meist­ara­móts­ins þar sem liðið er í riðli með Sviss, Svíþjóð og Slóven­íu.

Til að ná fyrsta tak­mark­inu eru um­spils­leik­irn­ir tveir gegn Íslandi síðasti áfang­inn. Fyrri leik­ur­inn fer fram í Prist­ina í Kósóvó á fimmtu­dags­kvöld og sá seinni í Murcia á Spáni á sunnu­dag. Sig­urliðið leik­ur í B-deild Þjóðadeild­ar­inn­ar 2026-27. Í miðjum und­ir­bún­ingn­um fyr­ir þessa leiki gaf hinn 58 ára gamli Franco Foda sér tíma til að ræða við Morg­un­blaðið.

...