Sig­ríður Sæ­unn Jak­obs­dótt­ir fædd­ist 3. ág­úst 1937. Hún lést 26. fe­brú­ar 2025.

Útför henn­ar fór fram 13. mars 2025.

Elsku besta fal­lega amma mín. Þú varst svo góð, hlý, fynd­in og hrein­skil­in.

Það var alltaf svo gott að koma til þín og afa í sum­ar­bú­staðinn og eyða helg­um og jafn­vel heilu dög­un­um yfir sum­arið hjá ykk­ur. Ein af mín­um bestu minn­ing­um er þegar ég kom til ykk­ar að leika í garðinum ykk­ar og að fá að gista.

Önnur minn­ing sem er mér ógleym­an­leg er þegar ég fékk að taka upp kart­öfl­ur og græn­meti í garðinum ykk­ar. Þú gerðir líka bestu kök­urn­ar og þú varst alltaf með rabarbara­graut þegar við systkin­in kom­um til þín sem börn.

Ég á svo sterk­ar minn­ing­ar af því þegar þú fórst með okk­ur í Kola­portið og keypt­ir handa

...