
Sigríður Sæunn Jakobsdóttir fæddist 3. ágúst 1937. Hún lést 26. febrúar 2025.
Útför hennar fór fram 13. mars 2025.
Elsku besta fallega amma mín. Þú varst svo góð, hlý, fyndin og hreinskilin.
Það var alltaf svo gott að koma til þín og afa í sumarbústaðinn og eyða helgum og jafnvel heilu dögunum yfir sumarið hjá ykkur. Ein af mínum bestu minningum er þegar ég kom til ykkar að leika í garðinum ykkar og að fá að gista.
Önnur minning sem er mér ógleymanleg er þegar ég fékk að taka upp kartöflur og grænmeti í garðinum ykkar. Þú gerðir líka bestu kökurnar og þú varst alltaf með rabarbaragraut þegar við systkinin komum til þín sem börn.
Ég á svo sterkar minningar af því þegar þú fórst með okkur í Kolaportið og keyptir handa
...