
Karl J. Steingrímsson fæddist 19. mars 1947. Hann lést 22. febrúar 2024.
Útför hans fór fram 19. mars 2024.
Elsku pabbi.
Nú er ár liðið síðan þú kvaddir okkur. Hér eru minningarorð frá mér til þín sem ég hef ekki náð að koma frá mér fyrr en núna.
Síðastliðið ár hef ég ótal sinnum ætlað að taka upp símann og hringja í þig. Segja þér frá amstri dagsins, áskorunum eða gleðifréttum. Ég er enn að venjast því að það er enginn pabbi á hinum enda línunnar. Þó að ég sakni þín, þá veit ég að þú ert hluti af því sem ég er. Ég á þér svo margt að þakka. Stór hluti af minni sjálfsmynd byggist á þeirri skilyrðislausu ást og hlýju sem þú gafst mér, bæði í orðum og gjörðum. Að alast upp við slíkt gefur manni ákveðið forskot á lífsfyllingu. Þú kenndir mér líka gagnrýna hugsun en
...