Karl J. Stein­gríms­son fædd­ist 19. mars 1947. Hann lést 22. fe­brú­ar 2024.

Útför hans fór fram 19. mars 2024.

Elsku pabbi.

Nú er ár liðið síðan þú kvadd­ir okk­ur. Hér eru minn­ing­ar­orð frá mér til þín sem ég hef ekki náð að koma frá mér fyrr en núna.

Síðastliðið ár hef ég ótal sinn­um ætlað að taka upp sím­ann og hringja í þig. Segja þér frá amstri dags­ins, áskor­un­um eða gleðifrétt­um. Ég er enn að venj­ast því að það er eng­inn pabbi á hinum enda lín­unn­ar. Þó að ég sakni þín, þá veit ég að þú ert hluti af því sem ég er. Ég á þér svo margt að þakka. Stór hluti af minni sjálfs­mynd bygg­ist á þeirri skil­yrðis­lausu ást og hlýju sem þú gafst mér, bæði í orðum og gjörðum. Að al­ast upp við slíkt gef­ur manni ákveðið for­skot á lífs­fyll­ingu. Þú kennd­ir mér líka gagn­rýna hugs­un en

...