Fjöln­ir er Íslands­meist­ari kvenna í ís­hokkí annað árið í röð og í annað sinn í sögu fé­lags­ins eft­ir sig­ur gegn SA í fjórða leik liðanna í úr­slit­um Íslands­móts­ins í Skauta­höll­inni á Ak­ur­eyri í gær. Leikn­um lauk með naum­um sigri Fjöln­is, 2:1, en…
Íslandsmeistarar Fyrirliðinn Eva Hlynsdóttir hefur Íslandsmeistarabikarinn á loft við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna í Skautahöllinni á Akureyri í gær.
Íslands­meist­ar­ar Fyr­irliðinn Eva Hlyns­dótt­ir hef­ur Íslands­meist­ara­bik­ar­inn á loft við mik­inn fögnuð liðsfé­laga sinna í Skauta­höll­inni á Ak­ur­eyri í gær. — Ljós­mynd/​Eg­ill Bjarni Friðjóns­son

Íshokkí

Bjarni Helga­son

bjarnih@mbl.is

Fjöln­ir er Íslands­meist­ari kvenna í ís­hokkí annað árið í röð og í annað sinn í sögu fé­lags­ins eft­ir sig­ur gegn SA í fjórða leik liðanna í úr­slit­um Íslands­móts­ins í Skauta­höll­inni á Ak­ur­eyri í gær.

Leikn­um lauk með naum­um sigri Fjöln­is, 2:1, en Fjöln­ir vann fyrsta leik ein­víg­is­ins ör­ugg­lega í Eg­ils­höll, 5:0. SA vann ann­an leik­inn naum­lega á Ak­ur­eyri, 2:1, en Fjöln­ir vann svo 4:1-sig­ur í þriðja leik liðanna í Eg­ils­höll­inni.

Leik­ur­inn í gær fór fjör­lega af stað og Hilma Bóel Bergs­dótt­ir kom Fjölni yfir und­ir lok fyrsta leik­hluta. Hún hrifsaði þá pökk­inn af leik­manni SA og kom hon­um í netið en markið var klaufa­legt fyr­ir Ak­ur­eyr­inga sem höfðu var­ist vel fram að þessu.

...