Jón Otti Ólafs­son fædd­ist í Reykja­vík 10. júlí 1941. Hann lést á Hjúkr­un­ar­heim­ili Hrafn­istu í Hafnar­f­irði 28. fe­brú­ar 2025.

For­eldr­ar hans voru Vig­dís Jóns­dótt­ir, f. 9.11. 1918, d. 7.1. 2014, og Ólaf­ur Ottós­son, f. 20.10. 1915, d. 26.1. 2001. Þau slitu sam­vist­um og Vig­dís gift­ist Hall­grími Stef­áns­syni, f. 27.9. 1915, d. 4.2. 2000, og Ólaf­ur gift­ist Ólöfu Helgu Gunn­ars­dótt­ur, f. 23.7. 1924, d. 25.7. 1998.

Systkini hans sam­feðra eru Ottó Björn, f. 1948, Guðrún, f. 1950, Guðríður Helga, f. 1954, Guðlaug Ólöf, f. 1955, og Krist­ín Lóa, f. 1966. Sam­mæðra eru Stefán Hall­gríms­son, f. 1948, d. 2015, og Ásgeir Hall­gríms­son, f. 1954.

Jón Otti kvænt­ist 25.5. 1963 Jón­ínu Magneu Aðal­steins­dótt­ur, f. 15.11. 1942, í Dóm­kirkj­unni í Reykja­vík. Börn þeirra eru: 1) Aðal­steinn, f. 6.10. 1963, gift­ur Runný

...