Sigursæll Ari Sigurpálsson vann þrjá stóra titla með Víkingum.
Sig­ur­sæll Ari Sig­urpáls­son vann þrjá stóra titla með Vík­ing­um. — Morg­un­blaðið/​Eggert

Sænska knatt­spyrnu­fé­lagið Elfs­borg gekk í gær frá kaup­um á Ara Sig­urpáls­syni frá Vík­ingi og samdi við hann til fimm ára, eða til árs­loka 2029. Ari er 22 ára kant­maður, upp­al­inn hjá HK og fór til Bologna á Ítal­íu en hef­ur leikið með Vík­ingi frá 2022. Hann á að baki 75 leiki og 19 mörk í efstu deild fyr­ir Vík­ing og HK, 9 leiki með 21-árs landsliðinu og 27 með yngri landsliðum Íslands. Elfs­borg hafnaði í 7. sæti sænsku úr­vals­deild­ar­inn­ar í fyrra.