
Sigursæll Ari Sigurpálsson vann þrjá stóra titla með Víkingum.
— Morgunblaðið/Eggert
Sænska knattspyrnufélagið Elfsborg gekk í gær frá kaupum á Ara Sigurpálssyni frá Víkingi og samdi við hann til fimm ára, eða til ársloka 2029. Ari er 22 ára kantmaður, uppalinn hjá HK og fór til Bologna á Ítalíu en hefur leikið með Víkingi frá 2022. Hann á að baki 75 leiki og 19 mörk í efstu deild fyrir Víking og HK, 9 leiki með 21-árs landsliðinu og 27 með yngri landsliðum Íslands. Elfsborg hafnaði í 7. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í fyrra.