Ekrem Imamoglu, borg­ar­stjóri Ist­an­búl og helsti keppi­naut­ur Tyrk­lands­for­seta um embættið, var í gær hand­tek­inn og sakaður um spill­ingu og stuðning við hryðju­verka­öfl. Stefnt var að því að Imamoglu yrði fram­bjóðandi CHP-flokks­ins í næstu…
Ekrem Imamoglu
Ekrem Imamoglu

Ekrem Imamoglu, borg­ar­stjóri Ist­an­búl og helsti keppi­naut­ur Tyrk­lands­for­seta um embættið, var í gær hand­tek­inn og sakaður um spill­ingu og stuðning við hryðju­verka­öfl.

Stefnt var að því að Imamoglu yrði fram­bjóðandi CHP-flokks­ins í næstu for­seta­kosn­ing­um, sem eiga að fara fram árið 2028, en hann nýt­ur mik­illa vin­sælda í Tyrklandi. Ösgür Ösel, leiðtogi CHP, for­dæmdi hand­tök­una í gær og sagði hana til­raun til vald­aráns. Mót­mæli brut­ust út í Ist­an­búl í kjöl­far hand­tök­unn­ar.