Ekrem Imamoglu, borgarstjóri Istanbúl og helsti keppinautur Tyrklandsforseta um embættið, var í gær handtekinn og sakaður um spillingu og stuðning við hryðjuverkaöfl. Stefnt var að því að Imamoglu yrði frambjóðandi CHP-flokksins í næstu…

Ekrem Imamoglu
Ekrem Imamoglu, borgarstjóri Istanbúl og helsti keppinautur Tyrklandsforseta um embættið, var í gær handtekinn og sakaður um spillingu og stuðning við hryðjuverkaöfl.
Stefnt var að því að Imamoglu yrði frambjóðandi CHP-flokksins í næstu forsetakosningum, sem eiga að fara fram árið 2028, en hann nýtur mikilla vinsælda í Tyrklandi. Ösgür Ösel, leiðtogi CHP, fordæmdi handtökuna í gær og sagði hana tilraun til valdaráns. Mótmæli brutust út í Istanbúl í kjölfar handtökunnar.