Síðdeg­is í dag kem­ur í ljós hvaða þjóðir verða í riðli með Íslandi í undan­keppni Evr­ópu­móts kvenna í hand­knatt­leik sem hefst í októ­ber á þessu ári. Þar er leikið um sæti í loka­keppn­inni sem fer fram í árs­lok 2026 í Rúm­en­íu, Póllandi, Slóvakíu og Tékklandi. Íslenska liðið er í fyrsta sinn í öðrum styrk­leika­flokki fyr­ir drátt­inn og á því góða mögu­leika á hag­stæðum riðli. Dregið er í Cluj-Na­poca í Rúm­en­íu og hefst at­höfn­in klukk­an 16.