
Síðdegis í dag kemur í ljós hvaða þjóðir verða í riðli með Íslandi í undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik sem hefst í október á þessu ári. Þar er leikið um sæti í lokakeppninni sem fer fram í árslok 2026 í Rúmeníu, Póllandi, Slóvakíu og Tékklandi. Íslenska liðið er í fyrsta sinn í öðrum styrkleikaflokki fyrir dráttinn og á því góða möguleika á hagstæðum riðli. Dregið er í Cluj-Napoca í Rúmeníu og hefst athöfnin klukkan 16.