
Egill Aaron Ægisson
Ómar Friðriksson
Kjararáð Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) ákvað í fyrradag að farið yrði í atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir sjúkraflutningamanna. Kynna átti aðgerðirnar fyrir félagsmönnum í gærkvöldi og var stefnt á að atkvæðagreiðslu lyki fyrir hádegi á föstudag samkvæmt upplýsingum Bjarna Ingimarssonar formanns LSS.
Verði þær samþykktar munu verkfallsaðgerðir hefjast 7. apríl. Viðræður hafa strandað á milli sambandsins og samninganefndar ríkisins en hins vegar eru viðræður komnar í gang á milli LSS og sveitarfélaganna.
17 mál hjá ríkissáttasemjara
Alls voru 17 óleystar kjaradeilur á borði ríkissáttasemjara í byrjun þessarar viku. Í fyrrakvöld fækkaði þeim þó um eina
...