
Bækur
Einar Falur
Ingólfsson
Það er merkilegt hvernig erlendar bókmenntir, sem lengi hafa verið aðgengilegar á frummáli, verða hluti af samtímabókmenntum í nýju landi fyrir tilstilli þýðinga. Vissulega þekkist það að gömul handrit finnist í gögnum látinna höfunda og séu gefin út í heimalandi þeirra að þeim látnum, svo eftirtekt veki, en það er ekki mjög algengt. Hins vegar gerist það oft að þýðendur og forlög kjósi að snara og gefa út bækur sem hafa fyrir löngu talist nýjar á frummálinu og lifa þar sem klassískar bókmenntir. En verða, ef þær ná flugi á nýju tungumáli, þá að samtímabókmenntum; verkum sem kunna að koma á óvart fyrir ýmissa hluta sakir, hrífa og jafnvel ögra. Og verða að kveikjum í sköpunarverkum annarra.
Það vakti þannig athygli
...