Halla Tómasdóttir
Halla Tóm­as­dótt­ir

Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands hef­ur þegið boð um rík­is­heim­sókn­ir til Nor­egs og Svíþjóðar í vor. Mark­mið beggja heim­sókna er að styrkja enn frek­ar sögu­leg tengsl þjóðanna og vinna að sam­eig­in­leg­um hags­mun­um, seg­ir í til­kynn­ingu frá embætti for­seta. Með í för verða Björn Skúla­son for­seta­maki, op­in­ber sendi­nefnd og sér­stök viðskipta­sendi­nefnd.

Hefð er fyr­ir því að nor­ræn­ir þjóðhöfðingj­ar fari sín­ar fyrstu rík­is­heim­sókn­ir eft­ir embættis­töku milli Norður­landa enda náið sam­starf meðal þjóðanna.

Ósló og Þránd­heim­ur

Har­ald­ur Nor­egs­kon­ung­ur og Sonja drottn­ing bjóða for­seta­hjón­um til heim­sókn­ar dag­ana 8. til 10. apríl og verður farið bæði til Ósló­ar og til Þránd­heims, en Há­kon krón­prins fylg­ir for­seta­hjón­um þangað.

Í Nor­egi verður horft til

...