Hollt Forsvarsmenn Latabæjar, Bónuss, Hagkaups og Banana við undirritun viljayfirlýsingar sem gerð er í kjölfar nýrra ráðlegginga landlæknis.
Hollt For­svars­menn Lata­bæj­ar, Bón­uss, Hag­kaups og Ban­ana við und­ir­rit­un vilja­yf­ir­lýs­ing­ar sem gerð er í kjöl­far nýrra ráðlegg­inga land­lækn­is.

Lati­bær hef­ur í sam­starfi við Bón­us, Hag­kaup og Ban­ana brugðist við kall­inu um aukna neyslu ávaxta og græn­met­is með nýrri vöru­línu. Vör­urn­ar, sem kall­ast íþrótt­anammi, verða fram­leidd­ar af Bön­un­um og seld­ar í versl­un­um Hag­kaups og Bón­uss frá og með lok­um apríl.

Magnús Scheving eig­andi Lata­bæj­ar seg­ir að lengi hafi vantað vör­ur sem stuðla að heil­brigðu mataræði barna. „Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við. Lati­bær fór í svipað átak fyr­ir 30 árum sem skilaði sér í 22% aukn­ingu í græn­met­is- og ávaxta­neyslu barna,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Vör­urn­ar verða sér­merkt­ar og hannaðar til að gera ávexti, græn­meti og mjólk­ur­vör­ur að spenn­andi val­kosti fyr­ir börn. Að sögn Pét­urs Smára Sig­ur­geirs­son­ar sölu­stjóra Ban­ana vildu þau bregðast hratt við nýj­um ráðlegg­ing­um land­lækn­is um mataræði og bjóða fjöl­skyld­um upp á

...