
Latibær hefur í samstarfi við Bónus, Hagkaup og Banana brugðist við kallinu um aukna neyslu ávaxta og grænmetis með nýrri vörulínu. Vörurnar, sem kallast íþróttanammi, verða framleiddar af Bönunum og seldar í verslunum Hagkaups og Bónuss frá og með lokum apríl.
Magnús Scheving eigandi Latabæjar segir að lengi hafi vantað vörur sem stuðla að heilbrigðu mataræði barna. „Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við. Latibær fór í svipað átak fyrir 30 árum sem skilaði sér í 22% aukningu í grænmetis- og ávaxtaneyslu barna,“ segir í tilkynningu.
Vörurnar verða sérmerktar og hannaðar til að gera ávexti, grænmeti og mjólkurvörur að spennandi valkosti fyrir börn. Að sögn Péturs Smára Sigurgeirssonar sölustjóra Banana vildu þau bregðast hratt við nýjum ráðleggingum landlæknis um mataræði og bjóða fjölskyldum upp á
...