
Sjöfn Þórðardóttir
sjofn@mbl.is
Hér er á ferðinni réttur með frönsku ívafi en Frakkar eru rómaðir fyrir að matreiða ljúffeng andalæri sem bráðna í munni.
Margrét Ríkharðsdóttir yfirkokkur og einn eigandi staðarins elskar fátt meira en að gleðja matargesti með góðum mat og á heiðurinn af uppskriftinni að þessum margrómaða rétti.
Á matseðlinum frá upphafi
Staðurinn Duck and Rose var opnaður í maí árið 2020 og var stofnaður af fjölbreyttum hópi fólks úr veitingageiranum.
„Ég kem þar inn í apríl sama ár sem yfirkokkur staðarins og hef því verið með frá upphafi. Ég sá um að þróa matseðilinn og búa til réttina, sem sumir hverjir prýða enn matseðilinn. Meðal annars þennan rétt sem ég ætla að gefa
...