Hér er á ferðinni rétt­ur með frönsku ívafi en Frakk­ar eru rómaðir fyr­ir að mat­reiða ljúf­feng anda­læri sem bráðna í munni. Mar­grét Rík­h­arðsdótt­ir yfir­kokk­ur og einn eig­andi staðar­ins elsk­ar fátt meira en að gleðja mat­ar­gesti með góðum mat og á heiður­inn af upp­skrift­inni að þess­um mar­grómaða rétti
Franskt Andalærið er matreitt og borið fram á franska vísu og hægt er að leika sér meðlætið eftir smekk hvers og eins.
Franskt Anda­lærið er mat­reitt og borið fram á franska vísu og hægt er að leika sér meðlætið eft­ir smekk hvers og eins.

Sjöfn Þórðardótt­ir

sjofn@mbl.is

Hér er á ferðinni rétt­ur með frönsku ívafi en Frakk­ar eru rómaðir fyr­ir að mat­reiða ljúf­feng anda­læri sem bráðna í munni.

Mar­grét Rík­h­arðsdótt­ir yfir­kokk­ur og einn eig­andi staðar­ins elsk­ar fátt meira en að gleðja mat­ar­gesti með góðum mat og á heiður­inn af upp­skrift­inni að þess­um mar­grómaða rétti.

Á mat­seðlin­um frá upp­hafi

Staður­inn Duck and Rose var opnaður í maí árið 2020 og var stofnaður af fjöl­breytt­um hópi fólks úr veit­inga­geir­an­um.

„Ég kem þar inn í apríl sama ár sem yfir­kokk­ur staðar­ins og hef því verið með frá upp­hafi. Ég sá um að þróa mat­seðil­inn og búa til rétt­ina, sem sum­ir hverj­ir prýða enn mat­seðil­inn. Meðal ann­ars þenn­an rétt sem ég ætla að gefa

...