
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
Tíu vindorkuverkefni hafa verið til skoðunar hjá verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar og hafa faghópar þegar lagt fram sín gögn. Þegar hafa tvö vindorkuverkefni verið samþykkt í nýtingarflokk í samþykktri rammaáætlun, Búrfellslundur og Blöndulundur, tíu eru í umsagnarferli og 27 önnur bíða mats.
Verkefnastjórn hefur lagt til að stjórnvöld ljúki stefnumótunarvinnu um virkjun vindorku í landinu, sem hófst árið 2022.
Hér verður farið yfir þá tíu virkjunarkosti sem eru núna í skoðun.
Alviðra
Hér er virkjunarkosturinn innan jarðanna Hafþórsstaða og Sigmundarstaða í Borgarbyggð og gert ráð fyrir 10-14 vindmyllum með heildarafl upp á 98 MW. Svæðið sem áætlað er
...