Söng­sveit­in Fíl­harm­ón­ía flyt­ur Heims­ljós, ís­lenska sálu­messu eft­ir Tryggva M. Bald­vins­son, ásamt hljóm­sveit í Lang­holts­kirkju laug­ar­dag­inn 22. mars kl. 16. Um ein­söng sjá Hall­veig Rún­ars­dótt­ir og Eggert Reg­inn Kjart­ans­son, konsert­meist­ari er Sif Tul­inius og Magnús Ragn­ars­son stjórn­ar. Seg­ir í til­kynn­ingu að verkið, sem taki form sálu­mess­unn­ar, bygg­ist á völd­um þátt­um úr sam­nefndri skáld­sögu Hall­dórs Lax­ness sem telj­ist vera ein af perl­um ís­lenskr­ar bók­mennta­sögu.