Frétta­flutn­ing­ur af sjógangi var áber­andi á dög­un­um og gekk mikið á. Tveir menn lentu í sjón­um á Akra­nesi og víða varð eigna­tjón eins og fram hef­ur komið. Mesta sjáv­ar­flóð sem vitað er um við Íslands­strend­ur mun vera Bás­enda­flóðið svo­kallaða árið 1799

Baksvið

Kristján Jóns­son

kris@mbl.is

Frétta­flutn­ing­ur af sjógangi var áber­andi á dög­un­um og gekk mikið á. Tveir menn lentu í sjón­um á Akra­nesi og víða varð eigna­tjón eins og fram hef­ur komið. Mesta sjáv­ar­flóð sem vitað er um við Íslands­strend­ur mun vera Bás­enda­flóðið svo­kallaða árið 1799. Sam­kvæmt lýs­ing­um urðu þá geysi­lega ham­far­ir.

Lægðirn­ar í janú­ar þekkj­um við Íslend­ing­ar vel. Afar djúp og kröpp lægð gekk yfir landið og olli ofviðri á suður- og vest­ur­hluta lands­ins aðfaranótt 9. janú­ar 1799. Loftþrýst­ing­ur var óvenju lág­ur og stór­streymt. Hækkaði sjáv­ar­staða við landið fyr­ir áhrif þess­ara þátta. Mik­il eyðilegg­ing varð bæði á Eyr­ar­bakka og Stokks­eyri. Tug­ir manna flúðu heim­ili sín, skepn­ur dráp­ust, 27 bát­ar brotnuðu og tjón varð á meira en fimm­tíu býl­um. Heim­ild­ir eru til

...