
Baksvið
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Fréttaflutningur af sjógangi var áberandi á dögunum og gekk mikið á. Tveir menn lentu í sjónum á Akranesi og víða varð eignatjón eins og fram hefur komið. Mesta sjávarflóð sem vitað er um við Íslandsstrendur mun vera Básendaflóðið svokallaða árið 1799. Samkvæmt lýsingum urðu þá geysilega hamfarir.
Lægðirnar í janúar þekkjum við Íslendingar vel. Afar djúp og kröpp lægð gekk yfir landið og olli ofviðri á suður- og vesturhluta landsins aðfaranótt 9. janúar 1799. Loftþrýstingur var óvenju lágur og stórstreymt. Hækkaði sjávarstaða við landið fyrir áhrif þessara þátta. Mikil eyðilegging varð bæði á Eyrarbakka og Stokkseyri. Tugir manna flúðu heimili sín, skepnur drápust, 27 bátar brotnuðu og tjón varð á meira en fimmtíu býlum. Heimildir eru til
...