
Baksvið
Óskar Bergsson
Sigurður Bogi Sævarsson
Austur í Rangárþingi hefur verið fjárfest fyrir milljarða króna á undanförnum árum við jarðakaup og uppbyggingu hrossabúgarða, reiðhalla, tamningastöðva og annars slíks. Sterk hefð frá gamalli tíð er fyrir hestamennsku í héraðinu, sem nú er orðin þar mikilvæg atvinnugrein. Hefðbundinn landbúnaður, svo sem mjólkurframleiðsla, er áfram víða stundaður á svæðinu en allt sem hrossunum viðvíkur er mjög vaxandi. Margar jarðir hafa verið seldar, í heild eða að hluta, fyrir hrossabúskap og slíkt hefur hækkað verð samkvæmt alþekktum lögmálum. Svo leiðir eitt af öðru.
Rýmkað regluverk kom málum á hreyfingu
Regluverk um jarðasölu varð rýmkað nærri aldamótum og segja má að það hafi komið málum á hreyfingu. Á
...