Þau Magnús Karl Magnús­son, pró­fess­or við lækna­deild, og Silja Bára Ómars­dótt­ir, pró­fess­or við stjórn­mála­fræðideild, fengu flest at­kvæði í rektors­kjöri Há­skóla Íslands, en niður­stöður þess voru til­kynnt­ar í aðal­bygg­ingu Há­skól­ans und­ir kvöld í gær. Kjósa þarf aft­ur á milli þeirra tveggja, þar sem hvor­ugt þeirra fékk meiri­hluta at­kvæða og fer sú kosn­ing fram í næstu viku. Alls greiddu 6.330 at­kvæði af þeim 14.557 manns sem höfðu at­kvæðis­rétt og var því kosn­ingaþátt­taka í heild 43,5%. Magnús Karl hlaut 33,6% at­kvæða og Silja Bára 29,3%. Í kjöri voru fimm aðrir, fengu þær Ingi­björg Gunn­ars­dótt­ir 13,6% at­kvæða og Kol­brún Þ. Páls­dótt­ir 11,5%. Björn Þor­steins­son fékk 9,3% at­kvæða og aðrir minna.