Upp­selt er að verða á Reykja­vík­ur­skák­mótið, Reykja­vik Open, sem haldið verður í Hörpu dag­ana 9. til 15. apríl næst­kom­andi. Í gær­morg­un var búið að skrá 421 kepp­anda frá 50 lönd­um. „Við miðum við 400 kepp­end­ur en reynsl­an kenn­ir okk­ur að það fækk­ar alltaf kepp­end­um í aðdrag­anda móts­ins
Parham Maghsoodloo
Par­ham Magh­sood­loo

Sig­trygg­ur Sig­tryggs­son

sisi@mbl.is

Upp­selt er að verða á Reykja­vík­ur­skák­mótið, Reykja­vik Open, sem haldið verður í Hörpu dag­ana 9. til 15. apríl næst­kom­andi.

Í gær­morg­un var búið að skrá 421 kepp­anda frá 50 lönd­um.

„Við miðum við 400 kepp­end­ur en reynsl­an kenn­ir okk­ur að það fækk­ar alltaf kepp­end­um í aðdrag­anda móts­ins. Því leyf­um við okk­ur að fara rétt yfir. Það stytt­ist í að við lok­um fyr­ir skrán­ingu – mjög lík­lega um helg­ina,“ seg­ir Gunn­ar Björns­son, for­seti Skák­sam­bands Íslands.

Íslend­ing­arn­ir eru nú 84 tals­ins, sem er býsna gott, seg­ir Gunn­ar. Íslensk­ir kepp­end­ur eru því um 20%.

Alls eru 34 stór­meist­ar­ar karla skráðir til leiks. Stór­meist­ar­ar kvenna eru

...