
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Uppselt er að verða á Reykjavíkurskákmótið, Reykjavik Open, sem haldið verður í Hörpu dagana 9. til 15. apríl næstkomandi.
Í gærmorgun var búið að skrá 421 keppanda frá 50 löndum.
„Við miðum við 400 keppendur en reynslan kennir okkur að það fækkar alltaf keppendum í aðdraganda mótsins. Því leyfum við okkur að fara rétt yfir. Það styttist í að við lokum fyrir skráningu – mjög líklega um helgina,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.
Íslendingarnir eru nú 84 talsins, sem er býsna gott, segir Gunnar. Íslenskir keppendur eru því um 20%.
Alls eru 34 stórmeistarar karla skráðir til leiks. Stórmeistarar kvenna eru
...