
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Vorið er handan við hornið en síðustu helgar marsmánaðarins bjóða upp á fjölbreytta viðburði um allt land. Hvort sem þú ert í leit að líflegum tónleikum, spennandi menningarviðburðum eða notalegri fjölskyldustund, þá er nóg úr að velja. K100 tók saman það helsta sem er í gangi um komandi helgar, 22.-23. mars og 28.-30. mars – tónleikar, leiksýningar, markaðir og fjölskylduvænt skemmtiefni. Að lokum eru nokkrar einfaldar hugmyndir að páskaföndri fyrir alla fjölskylduna en páskadagur en eftir mánuð, 20. apríl. Kíktu á listann og skipuleggðu draumahelgina!
Tónleikar og tónlist
Taylor Swift Tribute Show Aðdáendur Taylor Swift fá einstakt tækifæri 29. mars kl. 15:00 í Eldborgarsal Hörpu, þar sem söngkonan Xenna flytur öll helstu lög
...