Vorið er hand­an við hornið en síðustu helg­ar mars­mánaðar­ins bjóða upp á fjöl­breytta viðburði um allt land. Hvort sem þú ert í leit að líf­leg­um tón­leik­um, spenn­andi menn­ing­ar­viðburðum eða nota­legri fjöl­skyld­u­stund, þá er nóg úr að velja
Upprennandi Það verður gaman að sjá hvaða stjörnur verða til á sviði Músiktilrauna 27.-30. mars.
Upp­renn­andi Það verður gam­an að sjá hvaða stjörn­ur verða til á sviði Músiktilrauna 27.-30. mars. — Morg­un­blaðið/Þ​órður Arn­ar

Rósa Mar­grét Tryggva­dótt­ir

rosa@mbl.is

Vorið er hand­an við hornið en síðustu helg­ar mars­mánaðar­ins bjóða upp á fjöl­breytta viðburði um allt land. Hvort sem þú ert í leit að líf­leg­um tón­leik­um, spenn­andi menn­ing­ar­viðburðum eða nota­legri fjöl­skyld­u­stund, þá er nóg úr að velja. K100 tók sam­an það helsta sem er í gangi um kom­andi helg­ar, 22.-23. mars og 28.-30. mars – tón­leik­ar, leik­sýn­ing­ar, markaðir og fjöl­skyldu­vænt skemmti­efni. Að lok­um eru nokkr­ar ein­fald­ar hug­mynd­ir að páska­föndri fyr­ir alla fjöl­skyld­una en páska­dag­ur en eft­ir mánuð, 20. apríl. Kíktu á list­ann og skipu­leggðu drauma­helg­ina!

Tón­leik­ar og tónlist

Tayl­or Swift Tri­bu­te Show Aðdá­end­ur Tayl­or Swift fá ein­stakt tæki­færi 29. mars kl. 15:00 í Eld­borg­ar­sal Hörpu, þar sem söng­kon­an Xenna flyt­ur öll helstu lög

...