
Sigurður Guðmundsson hóf listrænan feril sinn á sjöunda áratugnum. Hann var meðlimur í SÚM-hópnum sem var stofnaður árið 1965 og hélt sína fyrstu einkasýningu í Gallerí SÚM árið 1969.
Sigurður hefur lengst af starfað í Hollandi og Kína. Hann vinnur í fjölda miðla, ljósmyndir, höggmyndir, teikningar, grafík og gjörninga, auk þess sem hann hefur samið tónverk og skrifað bækur. Tungumálið og tengsl ritaðs máls og myndmáls er mikilvægur þáttur í list hans, með áherslu á hið skáldlega og heimspekilega.
Í ljósmyndaverkum frá upphafi áttunda áratugarins skoðar hann samsvörun tungumáls og hlutveruleika út frá frásagnarmöguleikum ljósmyndarinnar.
Ljósmyndaverkið Hommage à Grieg frá 1971 er dæmigert verk fyrir þau skáldlegu frásagnartilþrif sem einkenndu verk hans á
...