Vig­dís Hauks­dótt­ir er fædd 20. mars 1965 á Sel­fossi en er sveita­stelpa í húð og hár og ólst upp á Stóru-Reykj­um í fyrr­um Hraun­gerðis­hreppi í Árnes­sýslu. „Ég naut þess að al­ast upp í sveit og var úti um all­ar koppa­grund­ir að gera gagn, hvort…
Börn Vigdísar Sólveig og Hlynur Þorsteinsbörn.
Börn Vig­dís­ar Sól­veig og Hlyn­ur Þor­steins­börn.

Vig­dís Hauks­dótt­ir er fædd 20. mars 1965 á Sel­fossi en er sveita­stelpa í húð og hár og ólst upp á Stóru-Reykj­um í fyrr­um Hraun­gerðis­hreppi í Árnes­sýslu.

„Ég naut þess að al­ast upp í sveit og var úti um all­ar koppa­grund­ir að gera gagn, hvort sem það var að vera kúasmali, vakta sauðburð eða taka þátt í heyskap. Haldn­ar voru íþróttaæf­ing­ar á sumr­in fyr­ir okk­ur krakk­ana í Ein­búa sem Ung­menna­fé­lagið Bald­ur átti. Þá var ekk­ert um skutl eins og tíðkast í dag og var alltaf farið ríðandi á æf­ing­arn­ar.

Á þess­um tíma voru sjón­varps­laus­ir fimmtu­dag­ar og notaði faðir minn þá m.a. til að kenna mér skák. Ég á medal­í­ur heima fyr­ir skák­fer­il minn í æsku, en hef því miður lítið viðhaldið þeirri þekk­ingu, en ég sat samt í skák­sveit Alþing­is og grip af og til í skák­ina þegar ég sé tafl­borð.“

Vig­dís gekk

...