
Vigdís Hauksdóttir er fædd 20. mars 1965 á Selfossi en er sveitastelpa í húð og hár og ólst upp á Stóru-Reykjum í fyrrum Hraungerðishreppi í Árnessýslu.
„Ég naut þess að alast upp í sveit og var úti um allar koppagrundir að gera gagn, hvort sem það var að vera kúasmali, vakta sauðburð eða taka þátt í heyskap. Haldnar voru íþróttaæfingar á sumrin fyrir okkur krakkana í Einbúa sem Ungmennafélagið Baldur átti. Þá var ekkert um skutl eins og tíðkast í dag og var alltaf farið ríðandi á æfingarnar.
Á þessum tíma voru sjónvarpslausir fimmtudagar og notaði faðir minn þá m.a. til að kenna mér skák. Ég á medalíur heima fyrir skákferil minn í æsku, en hef því miður lítið viðhaldið þeirri þekkingu, en ég sat samt í skáksveit Alþingis og grip af og til í skákina þegar ég sé taflborð.“
Vigdís gekk
...