Tollar Ákvarðanir forseta Bandaríkjanna hafa áhrif á heiminn.
Toll­ar Ákvarðanir for­seta Banda­ríkj­anna hafa áhrif á heim­inn. — AFP/​Kirill Ku­drya­vt­sev

Haf­steinn Hauks­son, aðal­hag­fræðing­ur hjá Kviku, sendi frá sér svo­kallað Smælki í vik­unni þar sem hann fjall­ar um áhrif auk­inna tolla á út­flutn­ing til Banda­ríkj­anna. Þar kem­ur fram að óvissa um tolla­stefnu for­seta Banda­ríkj­anna, Don­alds Trumps, hafi verið mörkuðum erfið frá því í byrj­un fe­brú­ar.

Haf­steinn tel­ur bjart­sýni að ganga út frá því að ein­göngu sé um samn­inga­tækni að ræða hjá for­set­an­um. Þvert á móti sé fjár­fest­um ekki stætt á öðru en að taka hót­an­ir um var­an­lega breyt­ingu á fyr­ir­komu­lagi alþjóðaversl­un­ar al­var­lega.

Í grein­ing­unni er því slegið föstu að Ísland muni upp­lifa nei­kvæð áhrif á inn­lend efna­hags­um­svif verði toll­ar lagðir á landið eða önn­ur Evr­ópu­ríki. Áhrif­in á verðbólgu séu hins veg­ar óljós­ari og ráðist frek­ar af því hvort eft­ir­spurn­ar- eða fram­boðsáhrif toll­anna verði sterk­ari.

Í lok grein­ing­ar­inn­ar nefn­ir Haf­steinn að tolla­stríð muni vegna minni eft­ir­spurn­ar og hliðrun­ar viðskipta

...