Leiðtogi kristi­legra demó­krata og næsti Þýska­landskansl­ari, Friedrich Merz, seg­ir Þýska­land nú vera snúið aft­ur. Öll áhersla verði lögð á varn­ir lands­ins og Evr­ópu um leið. Fram­leidd verða ný vopna­kerfi, allt frá árás­ar­drón­um yfir í bryn­var­in öku­tæki og orr­ustuþotur
Bryntröll Þýskir orrustuskriðdrekar af gerðinni Leopard 2 sjást hér í framleiðslustöð Rheinmetall.
Bryntröll Þýsk­ir orr­ustu­skriðdrek­ar af gerðinni Leop­ard 2 sjást hér í fram­leiðslu­stöð Rhein­metall. — AFP/​Fabi­an Bimmer

Kristján H. Johann­essen

khj@mbl.is

Leiðtogi kristi­legra demó­krata og næsti Þýska­landskansl­ari, Friedrich Merz, seg­ir Þýska­land nú vera snúið aft­ur. Öll áhersla verði lögð á varn­ir lands­ins og Evr­ópu um leið. Fram­leidd verða ný vopna­kerfi, allt frá árás­ar­drón­um yfir í bryn­var­in öku­tæki og orr­ustuþotur. Eft­ir­lits- og njósna­kerfi verður eflt til muna og skot­færa­fram­leiðsla stór­auk­in. Ekk­ert þak verður sett á út­gjöld tengd varn­ar­mál­um.

Þýska sam­bandsþingið hef­ur þegar samþykkt stjórn­ar­skrár­breyt­ingu sem heim­il­ar þess­ar aðgerðir og fleiri til. Ástæðan er rík, að sögn Merz: Rúss­land á í stríði gegn Evr­ópu og óljóst er hvort Banda­rík­in muni standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar þegar kem­ur að því að tryggja ör­yggi Evr­ópu. Álfan verður því að standa á eig­in fót­um.

Árleg skýrsla um

...