
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Leiðtogi kristilegra demókrata og næsti Þýskalandskanslari, Friedrich Merz, segir Þýskaland nú vera snúið aftur. Öll áhersla verði lögð á varnir landsins og Evrópu um leið. Framleidd verða ný vopnakerfi, allt frá árásardrónum yfir í brynvarin ökutæki og orrustuþotur. Eftirlits- og njósnakerfi verður eflt til muna og skotfæraframleiðsla stóraukin. Ekkert þak verður sett á útgjöld tengd varnarmálum.
Þýska sambandsþingið hefur þegar samþykkt stjórnarskrárbreytingu sem heimilar þessar aðgerðir og fleiri til. Ástæðan er rík, að sögn Merz: Rússland á í stríði gegn Evrópu og óljóst er hvort Bandaríkin muni standa við skuldbindingar sínar þegar kemur að því að tryggja öryggi Evrópu. Álfan verður því að standa á eigin fótum.
Árleg skýrsla um
...