Anna Marie Sig­mond Gudmunds­dott­ir er ís­lensk-norsk lista­kona sem býr og starfar í Nor­egi. Þar hef­ur hún notið mik­ill­ar vel­gengni en verk henn­ar hafa verið sýnd um all­an heim auk þess sem hún hef­ur unnið að fjölda lista­verka í op­in­beru rými eins og…
Stórt Anna vinnur nú að umfangsmiklu vegglistaverki í höfuðstöðvum Alvotech, sem er um 170 fm að stærð.
Stórt Anna vinn­ur nú að um­fangs­miklu veggl­ista­verki í höfuðstöðvum Al­votech, sem er um 170 fm að stærð. — Morg­un­blaðið/​Karítas

Viðtal

María Mar­grét Jó­hanns­dótt­ir

mariamar­gret@mbl.is

Anna Marie Sig­mond Gudmunds­dott­ir er ís­lensk-norsk lista­kona sem býr og starfar í Nor­egi. Þar hef­ur hún notið mik­ill­ar vel­gengni en verk henn­ar hafa verið sýnd um all­an heim auk þess sem hún hef­ur unnið að fjölda lista­verka í op­in­beru rými eins og til dæm­is veggl­ista­verk fyr­ir höfuðstöðvar DNB banka í Bjørvika og Há­skól­ann í Stavan­ger. Nú vinn­ur hún að afar stóru veggl­ista­verki í höfuðstöðvum Al­votech í Vatns­mýr­inni.

Anna fædd­ist á Íslandi. Faðir henn­ar var ís­lensk­ur og móðir henn­ar er norsk en bæði voru eld­fjalla­fræðing­ar. Fimm ára flutti hún til Nor­egs með mömmu sinni en varði þó öll­um sumr­um á Íslandi sem barn. Anna sem út­skrifaðist frá Listaka­demí­unni í Ber­gen árið 2000 vinn­ur oft með rými á stór­um skala,

...