
Viðtal
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Anna Marie Sigmond Gudmundsdottir er íslensk-norsk listakona sem býr og starfar í Noregi. Þar hefur hún notið mikillar velgengni en verk hennar hafa verið sýnd um allan heim auk þess sem hún hefur unnið að fjölda listaverka í opinberu rými eins og til dæmis vegglistaverk fyrir höfuðstöðvar DNB banka í Bjørvika og Háskólann í Stavanger. Nú vinnur hún að afar stóru vegglistaverki í höfuðstöðvum Alvotech í Vatnsmýrinni.
Anna fæddist á Íslandi. Faðir hennar var íslenskur og móðir hennar er norsk en bæði voru eldfjallafræðingar. Fimm ára flutti hún til Noregs með mömmu sinni en varði þó öllum sumrum á Íslandi sem barn. Anna sem útskrifaðist frá Listakademíunni í Bergen árið 2000 vinnur oft með rými á stórum skala,
...