„Það má segja að þetta sé eins og að vera kom­inn á topp­inn á Ev­erest. Þetta er einn sá mesti heiður sem hægt er að fá í tón­list­ar­heim­in­um í dag,“ seg­ir flautu­leik­ar­inn Stefán Ragn­ar Hösk­ulds­son sem á dög­un­um var val­inn í stöðu fyrsta flautu­leik­ara í Fíl­harm­ón­íu­sveit Berlín­ar
Kominn á toppinn Stefán Ragnar tekur við stöðu fyrsta flautuleikara í Fílharmóníusveit Berlínar í haust.
Kom­inn á topp­inn Stefán Ragn­ar tek­ur við stöðu fyrsta flautu­leik­ara í Fíl­harm­ón­íu­sveit Berlín­ar í haust.

Viðtal

Anna Rún Frí­manns­dótt­ir

annar­un@mbl.is

„Það má segja að þetta sé eins og að vera kom­inn á topp­inn á Ev­erest. Þetta er einn sá mesti heiður sem hægt er að fá í tón­list­ar­heim­in­um í dag,“ seg­ir flautu­leik­ar­inn Stefán Ragn­ar Hösk­ulds­son sem á dög­un­um var val­inn í stöðu fyrsta flautu­leik­ara í Fíl­harm­ón­íu­sveit Berlín­ar. Er hann jafn­framt fyrsti Íslend­ing­ur­inn sem hlotn­ast sá heiður að vera ráðinn í hljóm­sveit­ina, sem er tal­in ein sú virt­asta í heimi. „Þessi hljóm­sveit á sér sér­stak­an sess því það miðast allt við Berlín­ar­fíl­harm­ón­í­una. Kúltúr­inn og gæðin, þetta er það besta sem hægt er að fá,“ seg­ir hann upp­num­inn.

Trú­ir þessu varla sjálf­ur

Að sögn Stef­áns Ragn­ars var ferlið í kring­um prufu­spilið mjög

...