
Viðtal
Anna Rún Frímannsdóttir
annarun@mbl.is
„Það má segja að þetta sé eins og að vera kominn á toppinn á Everest. Þetta er einn sá mesti heiður sem hægt er að fá í tónlistarheiminum í dag,“ segir flautuleikarinn Stefán Ragnar Höskuldsson sem á dögunum var valinn í stöðu fyrsta flautuleikara í Fílharmóníusveit Berlínar. Er hann jafnframt fyrsti Íslendingurinn sem hlotnast sá heiður að vera ráðinn í hljómsveitina, sem er talin ein sú virtasta í heimi. „Þessi hljómsveit á sér sérstakan sess því það miðast allt við Berlínarfílharmóníuna. Kúltúrinn og gæðin, þetta er það besta sem hægt er að fá,“ segir hann uppnuminn.
Trúir þessu varla sjálfur
Að sögn Stefáns Ragnars var ferlið í kringum prufuspilið mjög
...