Fjarðabyggð Höfnin á Mjóeyri.
Fjarðabyggð Höfn­in á Mjó­eyri. — Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Meta ætti að nýju hag­kvæmni olíu­leit­ar á Dreka­svæðinu í ljósi þess að orku­skipti ganga hæg­ar en gert var ráð fyr­ir. Þetta seg­ir bæj­ar­ráð Fjarðabyggðar sem gerði bók­un um þetta á fundi sín­um fyrr í vik­unni. Til­tekið er að breytt heims­mynd kalli á end­ur­skoðun fyrri ákv­arðana með til­liti til orku- og þjóðarör­ygg­is. Birt­ist þetta ekki síst í því meðal ann­ars að Nor­eg­ur sé að auka olíu- og gas­vinnslu og horfa til nýrra vinnslu­svæða.

Áfram­hald­andi rann­sókn­ir gætu, að mati bæj­ar­ráðs Fjarðabyggðar, skilað mikl­um ávinn­ingi fyr­ir landið allt. Sér­stak­lega beri þó að horfa til þess að þetta yrði mik­il­vægt skref í að tryggja orku­ör­yggi lands­ins til framtíðar meðan lokið er við orku­skipti. Ra­feldsneyti muni svo koma inn síðar sem nýr orku­gjafi sem geri Ísland óháð öðrum ríkj­um um eldsneyt­is­fram­leiðslu.

Meiri­hluta bæj­ar­ráðs í Fjarðabyggð

...