Stór­auka þarf fram­boð lóða í Reykja­vík og gera sem flest­um kleift að eign­ast hús­næði á viðráðan­legu verði.
Kjartan Magnússon
Kjart­an Magnús­son

Kjart­an Magnús­son

Geld­inga­nes var meg­in­efni borg­ar­stjórn­ar­fund­ar sl. þriðju­dag. Fyr­ir fund­in­um lágu til­lög­ur Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks um að haf­ist verði handa við skipu­lagn­ingu framtíðar­í­búðasvæðis í Geld­inga­nesi. Æskilegt er að slík vinna verði unn­in í nán­um tengsl­um við skipu­lag Sunda­braut­ar, sem mun þvera nesið.

Er þetta í þriðja sinn á kjör­tíma­bil­inu, sem borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins leggja til í borg­ar­stjórn að haf­ist verði handa við skipu­lagn­ingu íbúðasvæðis á Geld­inga­nesi. Í októ­ber 2022 og mars 2024 var sama til­laga felld með at­kvæðum meiri­hluta Fram­sókn­ar­flokks, Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Viðreisn­ar og Vinstri-grænna.

Ánægju­leg stefnu­breyt­ing Fram­sókn­ar

Nú tek­ur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn upp stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins með til­lögu­flutn­ingi sín­um, sem

...