
Kjartan Magnússon
Geldinganes var meginefni borgarstjórnarfundar sl. þriðjudag. Fyrir fundinum lágu tillögur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um að hafist verði handa við skipulagningu framtíðaríbúðasvæðis í Geldinganesi. Æskilegt er að slík vinna verði unnin í nánum tengslum við skipulag Sundabrautar, sem mun þvera nesið.
Er þetta í þriðja sinn á kjörtímabilinu, sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til í borgarstjórn að hafist verði handa við skipulagningu íbúðasvæðis á Geldinganesi. Í október 2022 og mars 2024 var sama tillaga felld með atkvæðum meirihluta Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri-grænna.
Ánægjuleg stefnubreyting Framsóknar
Nú tekur Framsóknarflokkurinn upp stefnu Sjálfstæðisflokksins með tillöguflutningi sínum, sem
...