
Baksvið
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Fyrsta skemmtiferðaskip ársins er væntanlegt til Reykjavíkur í dag.
Þar með er ekki sagt að sumarvertíð farþegaskipa/skemmtiferðaskipa sé hafin því næsta skip er ekki væntanlegt til Reykjavíkur fyrr en 1. maí. Því mun ekkert skip koma til höfuðborgarinnar í apríl. Fimm skipakomur voru til Reykjavíkur í apríl í fyrra.
Skipið sem kemur í dag er franskt, gert út af Ponant-skipafélaginu og heitir Le Commandant Charcot. Samkvæmt áætlun á það að leggjast að Skarfabakka í Sundahöfn klukkan 17 síðdegis í dag en tímaáætlanir geta breyst.
Skipið er 31.283 brúttótonn að stærð. Það tekur 250 farþega og í áhöfn eru 235 manns.
...