Fyrsta skemmti­ferðaskip árs­ins er vænt­an­legt til Reykja­vík­ur í dag. Þar með er ekki sagt að sum­ar­vertíð farþega­skipa/​skemmti­ferðaskipa sé haf­in því næsta skip er ekki vænt­an­legt til Reykja­vík­ur fyrr en 1
Sundahöfn Le Commandant Charcot leggst að bryggju í dag. Þessi mynd er tekin í Sundahöfn haustið 2023 þegar verið er að dæla á skipið fljótandi gasi.
Sunda­höfn Le Comm­andant Charcot leggst að bryggju í dag. Þessi mynd er tek­in í Sunda­höfn haustið 2023 þegar verið er að dæla á skipið fljót­andi gasi. — Morg­un­blaðið/​sisi

Baksvið

Sig­trygg­ur Sig­tryggs­son

sisi@mbl.is

Fyrsta skemmti­ferðaskip árs­ins er vænt­an­legt til Reykja­vík­ur í dag.

Þar með er ekki sagt að sum­ar­vertíð farþega­skipa/​skemmti­ferðaskipa sé haf­in því næsta skip er ekki vænt­an­legt til Reykja­vík­ur fyrr en 1. maí. Því mun ekk­ert skip koma til höfuðborg­ar­inn­ar í apríl. Fimm skipa­kom­ur voru til Reykja­vík­ur í apríl í fyrra.

Skipið sem kem­ur í dag er franskt, gert út af Pon­ant-skipa­fé­lag­inu og heit­ir Le Comm­andant Charcot. Sam­kvæmt áætl­un á það að leggj­ast að Skarfa­bakka í Sunda­höfn klukk­an 17 síðdeg­is í dag en tíma­áætlan­ir geta breyst.

Skipið er 31.283 brútt­ót­onn að stærð. Það tek­ur 250 farþega og í áhöfn eru 235 manns.

...