Allt er miklu ein­fald­ara í dag en áður. Nú þarf fólk bara að finna græna hnapp­inn á sím­an­um sín­um og ýta á play. Má bjóða þér upp á Lady Gaga og Bruno Mars? Nýj­ustu plötu Bubba? Eða kannski bara eitt­hvað gam­alt með Creedence? Upp­á­halds­tón­list­in er…

Sviðsljós

Hösk­uld­ur Daði Magnús­son

hdm@mbl.is

Allt er miklu ein­fald­ara í dag en áður. Nú þarf fólk bara að finna græna hnapp­inn á sím­an­um sín­um og ýta á play. Má bjóða þér upp á Lady Gaga og Bruno Mars? Nýj­ustu plötu Bubba? Eða kannski bara eitt­hvað gam­alt með Creedence? Upp­á­halds­tón­list­in er kom­in í eyr­un á nokkr­um sek­únd­um og fyr­ir þetta borg­ar maður sama og ekk­ert.

Spotify er með 675 millj­ón­ir hlust­enda um heim all­an og þeir geta valið úr 100 millj­ón lög­um, 6,5 millj­ón­um hlaðvarpa og 350 þúsund hljóðbók­um. Talið er að 84% tekna vegna út­gef­inn­ar tón­list­ar komi frá streymi. Samt er eitt­hvað stór­kost­lega skrítið þarna. Lista­menn eru óánægðir með sinn hlut af kök­unni og þegar kafað er und­ir yf­ir­borðið kem­ur í ljós að Spotify er mik­il furðuver­öld.

...