
70 ára Georg ólst upp í Vestmannaeyjum og Reykjavík og býr í Litla-Skerjafirði í Reykjavík. Hann er bæði prentari og húsasmíðameistari að mennt. Georg vann hjá Setbergi og Prentverki en hefur síðan verið sjálfstætt starfandi húsasmíðameistari. Hann er áhugaljósmyndari og er í ljósmyndaklúbbi eldri borgara í Kópavogi, en klúbburinn heitir Út í bláinn. „Svo ferðast ég mikið um landið, er með húsbíl og ferðast nánast allt sumarið. Ég fer sjaldan til útlanda, en hef farið fimm sinnum til Færeyja og haft gaman af því, farið á húsbílnum þangað, þó ekki öll skiptin.“
Fjölskylda Systkini Georgs eru Katrín, f. 1950, Guðfinna Stefanía, f. 1951, og Þórður, f. 1957. Foreldrar Georgs voru hjónin Theodór Sigurjón Georgsson, f. 1927, d. 2015. lögfræðingur og innheimtustjóri, og Ásta Þórðardóttir, f. 1930, d. 2019, félagsráðgjafi.