70 ára Georg ólst upp í Vest­manna­eyj­um og Reykja­vík og býr í Litla-Skerjaf­irði í Reykja­vík. Hann er bæði prent­ari og húsa­smíðameist­ari að mennt. Georg vann hjá Set­bergi og Prent­verki en hef­ur síðan verið sjálf­stætt starf­andi húsa­smíðameist­ari. Hann er áhuga­ljós­mynd­ari og er í ljós­mynda­klúbbi eldri borg­ara í Kópa­vogi, en klúbbur­inn heit­ir Út í blá­inn. „Svo ferðast ég mikið um landið, er með hús­bíl og ferðast nán­ast allt sum­arið. Ég fer sjald­an til út­landa, en hef farið fimm sinn­um til Fær­eyja og haft gam­an af því, farið á hús­bíln­um þangað, þó ekki öll skipt­in.“


Fjöl­skylda Systkini Georgs eru Katrín, f. 1950, Guðfinna Stef­an­ía, f. 1951, og Þórður, f. 1957. For­eldr­ar Georgs voru hjón­in Theo­dór Sig­ur­jón Georgs­son, f. 1927, d. 2015. lög­fræðing­ur og inn­heimtu­stjóri, og Ásta Þórðardótt­ir, f. 1930, d. 2019, fé­lags­ráðgjafi.