Stoltur Gróttupabbi Ari hefur verið búsettur á Seltjarnarnesi síðan 2018.
Stolt­ur Gróttupabbi Ari hef­ur verið bú­sett­ur á Seltjarn­ar­nesi síðan 2018.

Ari Eld­járn uppist­and­ari hef­ur verið út­nefnd­ur bæj­arlistamaður Seltjarn­ar­ness 2025. Fór at­höfn­in fram á Bóka­safni Seltjarn­ar­ness á dög­un­um og er þetta í 29. sinn sem bæj­arlistamaður Seltjarn­ar­ness er út­nefnd­ur. Seg­ir í til­kynn­ingu að menn­ing­ar­nefnd Seltjarn­ar­ness sjái um valið ár hvert og í heiðurs­at­höfn­inni hafi Þór­dís Sig­urðardótt­ir formaður nefnd­ar­inn­ar veitt Ara viður­kenn­ing­ar­skjal ásamt starfs­styrk að upp­hæð 1.000.000 kr. sem fylgi nafn­bót­inni. Ari fædd­ist árið 1981 og hef­ur uppistand verið hans aðal­at­vinna frá ár­inu 2009. Þá hlaut Ari Bjart­sýn­is­verðlaun­in 2020, Eddu­verðlaun­in 2021 og var hand­hafi Verðlauna Jónas­ar Hall­gríms­son­ar á degi ís­lenskr­ar tungu árið 2024.