Fyr­ir­tækið EP Power Miner­als Ice­land ehf. hyggst reisa hafn­ar­mann­virki við Alviðru­hamra á Mýr­dalss­andi vegna fyr­ir­hugaðs út­flutn­ings á vikri frá efnis­töku­svæði á Háöldu við Haf­ursey. Hafa rann­sókn­ir leitt í ljós að raun­hæf­ur mögu­leiki sé á að byggja …

Fyr­ir­tækið EP Power Miner­als Ice­land ehf. hyggst reisa hafn­ar­mann­virki við Alviðru­hamra á Mýr­dalss­andi vegna fyr­ir­hugaðs út­flutn­ings á vikri frá efnis­töku­svæði á Háöldu við Haf­ursey. Hafa rann­sókn­ir leitt í ljós að raun­hæf­ur mögu­leiki sé á að byggja upp og reka viðlegukant við Alviðru­hamra á suður­strönd lands­ins.

Kem­ur fram í matsáætl­un vegna um­hverf­is­mats að gert er ráð fyr­ir að gerð verði röra­bryggja sem nái um tvo kíló­metra út í sjó og reist­ur um 200 metra lang­ur viðlegukant­ur við enda henn­ar. Með því ná­ist gott dýpi fyr­ir stór flutn­inga­skip.

Fyr­ir utan bryggj­una er svo ráðgert að gera um eins kíló­metra lang­an brim­varn­argarð til að skýla fyr­ir öldu­gangi og þarf um þrjár millj­ón­ir rúm­metra af efni í gerð hans.

Fram kem­ur í kynn­ingu á þess­um áætl­un­um að talið er að með styttri flutn­ings­leið en áður var

...