
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Alls bárust Landsvirkjun sjö tilboð í áformaðar byggingaframkvæmdir fyrir vindorkuverið Vaðölduver, sem til skamms tíma var kallað Búrfellslundur, og var lægsta tilboðið upp á rúma 6,8 milljarða króna en hið hæsta upp á rúma 9,5 milljarða. Kostnaðaráætlun Landsvirkjunar hljóðaði upp á tæpa 9 milljarða. Framangreindar tölur eru með virðisaukaskatti.
Lægsta tilboðið átti Ístak. Tilboðin voru opnuð í síðustu viku og stefnt að samningum í apríl.
Útboðið er vegna mannvirkja fyrir Vaðölduver eins og fyrr segir, en í verkinu felst bygging á undirstöðum fyrir 28 vindmyllur, gerð kranastæðis og vinnusvæðis í kringum vindmyllurnar, uppsteypu og fullnaðarfrágang safnstöðvar sem verða staðsteypt hús á einni hæð auk kjallara. Grunnflötur byggingarinnar
...