Alls bár­ust Lands­virkj­un sjö til­boð í áformaðar bygg­inga­fram­kvæmd­ir fyr­ir vindorku­verið Vaðöldu­ver, sem til skamms tíma var kallað Búr­fells­lund­ur, og var lægsta til­boðið upp á rúma 6,8 millj­arða króna en hið hæsta upp á rúma 9,5 millj­arða
Vaðölduver Miklar framkvæmdir eru áformaðar á næstunni til undirbúnings vindorkuverinu sem og bygging vinnubúða fyrir Hvammsvirkjun.
Vaðöldu­ver Mikl­ar fram­kvæmd­ir eru áformaðar á næst­unni til und­ir­bún­ings vindorku­ver­inu sem og bygg­ing vinnu­búða fyr­ir Hvamms­virkj­un. — Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Ólaf­ur E. Jó­hanns­son

oej@mbl.is

Alls bár­ust Lands­virkj­un sjö til­boð í áformaðar bygg­inga­fram­kvæmd­ir fyr­ir vindorku­verið Vaðöldu­ver, sem til skamms tíma var kallað Búr­fells­lund­ur, og var lægsta til­boðið upp á rúma 6,8 millj­arða króna en hið hæsta upp á rúma 9,5 millj­arða. Kostnaðaráætl­un Lands­virkj­un­ar hljóðaði upp á tæpa 9 millj­arða. Fram­an­greind­ar töl­ur eru með virðis­auka­skatti.

Lægsta til­boðið átti Ístak. Til­boðin voru opnuð í síðustu viku og stefnt að samn­ing­um í apríl.

Útboðið er vegna mann­virkja fyr­ir Vaðöldu­ver eins og fyrr seg­ir, en í verk­inu felst bygg­ing á und­ir­stöðum fyr­ir 28 vind­myll­ur, gerð krana­stæðis og vinnusvæðis í kring­um vind­myll­urn­ar, upp­steypu og fullnaðarfrá­gang safn­stöðvar sem verða staðsteypt hús á einni hæð auk kjall­ara. Grunn­flöt­ur bygg­ing­ar­inn­ar

...