
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
„Við tökum við skipinu líklega um miðjan maí og þá verður það sett inn á íslenska skipaskrá,“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu, en nýjasta uppsjávarskip félagsins, Pathfinder PH-165, kom við í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn og landaði kolmunna sem fór til vinnslu hjá Ísfélaginu hf.
„Þeir voru á veiðum vestur af Írlandi,“ segir Eyþór og sagði að hann hefði farið með Skotana um bæinn en þeir hefðu síðan siglt aftur til Skotlands um nóttina.
„Við tökum við skipinu í Skagen í Danmörku í maí og þá eigum við eftir að ákveða hvað við gerum áður en við siglum heim. Þetta er skip í toppstandi, enda bara sjö ára gamalt, svo ef eitthvað verður lagað er það bara eitthvert
...