„Við tök­um við skip­inu lík­lega um miðjan maí og þá verður það sett inn á ís­lenska skipa­skrá,“ seg­ir Eyþór Harðar­son, út­gerðar­stjóri hjá Ísfé­lag­inu, en nýj­asta upp­sjáv­ar­skip fé­lags­ins, Pat­hf­ind­er PH-165, kom við í Vest­manna­eyj­um á…
Heimaey-VE1 Það er ekki langt í það að uppsjávarskipið Pathfinder sigli sem Heimaey til Eyja aftur.
Heima­ey-VE1 Það er ekki langt í það að upp­sjáv­ar­skipið Pat­hf­ind­er sigli sem Heima­ey til Eyja aft­ur. — Morg­un­blaðið/Ó​skar Friðriks­son

Dóra Ósk Hall­dórs­dótt­ir

doraosk@mbl.is

„Við tök­um við skip­inu lík­lega um miðjan maí og þá verður það sett inn á ís­lenska skipa­skrá,“ seg­ir Eyþór Harðar­son, út­gerðar­stjóri hjá Ísfé­lag­inu, en nýj­asta upp­sjáv­ar­skip fé­lags­ins, Pat­hf­ind­er PH-165, kom við í Vest­manna­eyj­um á þriðju­dag­inn og landaði kol­munna sem fór til vinnslu hjá Ísfé­lag­inu hf.

„Þeir voru á veiðum vest­ur af Írlandi,“ seg­ir Eyþór og sagði að hann hefði farið með Skot­ana um bæ­inn en þeir hefðu síðan siglt aft­ur til Skot­lands um nótt­ina.

„Við tök­um við skip­inu í Ska­gen í Dan­mörku í maí og þá eig­um við eft­ir að ákveða hvað við ger­um áður en við sigl­um heim. Þetta er skip í topp­st­andi, enda bara sjö ára gam­alt, svo ef eitt­hvað verður lagað er það bara eitt­hvert

...