Vinna er haf­in í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu við að af­marka land­grunn Íslands á Reykja­nes­hrygg og Ægis­djúpi með end­an­leg­um og bind­andi hætti gagn­vart öðrum ríkj­um, í sam­ræmi við niður­stöður land­grunns­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðar­inn­ar frá því í síðustu viku

Guðmund­ur Sv. Her­manns­son

gummi@mbl.is

Vinna er haf­in í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu við að af­marka land­grunn Íslands á Reykja­nes­hrygg og Ægis­djúpi með end­an­leg­um og bind­andi hætti gagn­vart öðrum ríkj­um, í sam­ræmi við niður­stöður land­grunns­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðar­inn­ar frá því í síðustu viku.

Land­grunns­nefnd­in samþykkti land­grunns­svæði á Reykja­nes­hrygg sem nær rúm­ar 570 sjó­míl­ur frá grunn­lín­um. Að sögn Birg­is Hrafns Búa­son­ar, deild­ar­stjóra laga- og stjórn­sýslu­skrif­stofu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, var land­grunn Íslands upp­haf­lega af­markað á ní­unda ára­tugn­um með reglu­gerð en önn­ur hafsvæði séu mörkuð með sér­stök­um lög­um um land­helgi, aðlægt belti, efna­hagslög­sögu og land­grunn. Því mæli ým­is­legt með því að fella land­grunnsaf­mörk­un­ina und­ir þau lög. Hann sagðist ekki geta sagt til um hvenær þeirri vinnu ljúki en ólík­legt sé að það ná­ist

...