Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Vinna er hafin í utanríkisráðuneytinu við að afmarka landgrunn Íslands á Reykjaneshrygg og Ægisdjúpi með endanlegum og bindandi hætti gagnvart öðrum ríkjum, í samræmi við niðurstöður landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðarinnar frá því í síðustu viku.
Landgrunnsnefndin samþykkti landgrunnssvæði á Reykjaneshrygg sem nær rúmar 570 sjómílur frá grunnlínum. Að sögn Birgis Hrafns Búasonar, deildarstjóra laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins, var landgrunn Íslands upphaflega afmarkað á níunda áratugnum með reglugerð en önnur hafsvæði séu mörkuð með sérstökum lögum um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn. Því mæli ýmislegt með því að fella landgrunnsafmörkunina undir þau lög. Hann sagðist ekki geta sagt til um hvenær þeirri vinnu ljúki en ólíklegt sé að það náist
...