Kristrún Ing­unn Sveins­dótt­ir sló eigið Íslands­met í rétt­stöðulyftu í -52 kg flokki kvenna í klass­ísk­um kraft­lyft­ing­um á Evr­ópu­mót­inu í Málaga á Spáni. Hún lyfti 152,5 kg í grein­inni og sam­tals 357,5 kíló­um, með hné­beygju og bekkpressu, sem skilaði…

Kristrún Ing­unn Sveins­dótt­ir sló eigið Íslands­met í rétt­stöðulyftu í -52 kg flokki kvenna í klass­ísk­um kraft­lyft­ing­um á Evr­ópu­mót­inu í Málaga á Spáni. Hún lyfti 152,5 kg í grein­inni og sam­tals 357,5 kíló­um, með hné­beygju og bekkpressu, sem skilaði henni átt­unda sæti af fimmtán kepp­end­um í flokkn­um.

Stjarn­an er kom­in í undanúr­slit­in í deilda­bik­ar kvenna í knatt­spyrnu og tek­ur þar sæti FH-inga. Hafn­ar­fjarðarliðið varð að gefa frá sér sætið vegna æf­inga­ferðar er­lend­is. Stjarn­an, sem var næst á eft­ir FH í 2. riðli A-deild­ar, mæt­ir því Þór/​KA í undanúr­slit­um á Ak­ur­eyri næsta mánu­dags­kvöld en Breiðablik og Val­ur mæt­ast í hinum undanúr­slita­leikn­um annað kvöld.

Hand­knatt­leiks­kon­an Lydía Gunnþórs­dótt­ir hef­ur skrifað und­ir nýj­an tveggja ára samn­ing við KA/Þ​ór, sem á dög­un­um end­ur­heimti sæti

...