
Kristrún Ingunn Sveinsdóttir sló eigið Íslandsmet í réttstöðulyftu í -52 kg flokki kvenna í klassískum kraftlyftingum á Evrópumótinu í Málaga á Spáni. Hún lyfti 152,5 kg í greininni og samtals 357,5 kílóum, með hnébeygju og bekkpressu, sem skilaði henni áttunda sæti af fimmtán keppendum í flokknum.
Stjarnan er komin í undanúrslitin í deildabikar kvenna í knattspyrnu og tekur þar sæti FH-inga. Hafnarfjarðarliðið varð að gefa frá sér sætið vegna æfingaferðar erlendis. Stjarnan, sem var næst á eftir FH í 2. riðli A-deildar, mætir því Þór/KA í undanúrslitum á Akureyri næsta mánudagskvöld en Breiðablik og Valur mætast í hinum undanúrslitaleiknum annað kvöld.
Handknattleikskonan Lydía Gunnþórsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór, sem á dögunum endurheimti sæti
...