Eitt and­ar­tak með þér er yf­ir­skrift sýn­ing­ar ­Al­dís­ar Ívars­dótt­ur sem verður opnuð í Galle­rí Gróttu á morg­un, föstu­dag 21. mars, kl. 17. Í til­kynn­ingu kem­ur fram að Al­dís hafi stundað nám við Mynd­lista- og handíðaskóla Íslands, haldið nokkr­ar…
Aldís Ívarsdóttir
Al­dís Ívars­dótt­ir

Eitt and­ar­tak með þér er yf­ir­skrift sýn­ing­ar ­Al­dís­ar Ívars­dótt­ur sem verður opnuð í Galle­rí Gróttu á morg­un, föstu­dag 21. mars, kl. 17. Í til­kynn­ingu kem­ur fram að Al­dís hafi stundað nám við Mynd­lista- og handíðaskóla Íslands, haldið nokkr­ar einka­sýn­ing­ar og tekið þátt í sam­sýn­ing­um heima og er­lend­is.

„Nátt­úru­öfl­in sem eru stöðugt á hreyf­ingu og oft með mikl­um krafti eru inn­blástur­inn að verk­um Al­dís­ar. Hún not­ast við margs kon­ar tækni til að koma lit­un­um á strigann og ólík­ar aðferðir gefa mis­mun­andi út­komu sem er oft mjög skemmti­leg. Al­dís tæm­ir hug­ann, hef­ur eng­ar fyr­ir­fram­hug­mynd­ir fyr­ir utan val á lit­um hverju sinni, hún snýr strig­an­um stöðugt þegar hún er að vinna og læt­ur verkið þró­ast og skapa sig sjálft.“ Þá renn­ur helm­ing­ur sölu­and­virðis af þeim verk­um sem selj­ast til Píeta.