
Atli Vigfússon
Laxamýri
„Þetta er alltaf törn og ég er að rýja 3-4 þúsund fjár á þessum mánuði sem þetta tekur. Mér hefur alltaf fundist þetta gaman og það er ákveðinn sjarmi yfir rúningnum. Maður hittir marga og spjallar um búskap sem er skemmtilegt. Félagslega er þetta frábært.“
Þetta segir Daníel Atli Stefánsson sem vinnur sem verktaki við að rýja sauðfé í Suður-Þingeyjarsýslu og mest í Aðaldal. „Ég var ekki hár í loftinu þegar ég vildi fara að prófa að nota klippurnar hjá pabba sem kenndi mér ákveðin grunnhandtök ásamt eldri bróður mínum. 18 ára var ég orðinn
nokkuð fær þannig að upp úr því gat ég farið að rýja hjá öðrum bændum.“
Jafnvígur á báðar hendur
Daníel Atli er alinn upp í Klifshaga
...