„Þetta er alltaf törn og ég er að rýja 3-4 þúsund fjár á þess­um mánuði sem þetta tek­ur. Mér hef­ur alltaf fund­ist þetta gam­an og það er ákveðinn sjarmi yfir rún­ingn­um. Maður hitt­ir marga og spjall­ar um bú­skap sem er skemmti­legt
Rúningur Daníel Atli Stefánsson rúningsmaður að rýja veturgamlan hrút í Þingeyjarsýslu sem virtist sáttur við klippinguna, enda Daníel vanur.
Rún­ing­ur Daní­el Atli Stef­áns­son rún­ings­maður að rýja vet­urgaml­an hrút í Þing­eyj­ar­sýslu sem virt­ist sátt­ur við klipp­ing­una, enda Daní­el van­ur. — Morg­un­blaðið/​Atli Vig­fús­son

Atli Vig­fús­son

Laxa­mýri

„Þetta er alltaf törn og ég er að rýja 3-4 þúsund fjár á þess­um mánuði sem þetta tek­ur. Mér hef­ur alltaf fund­ist þetta gam­an og það er ákveðinn sjarmi yfir rún­ingn­um. Maður hitt­ir marga og spjall­ar um bú­skap sem er skemmti­legt. Fé­lags­lega er þetta frá­bært.“

Þetta seg­ir Daní­el Atli Stef­áns­son sem vinn­ur sem verktaki við að rýja sauðfé í Suður-Þing­eyj­ar­sýslu og mest í Aðal­dal. „Ég var ekki hár í loft­inu þegar ég vildi fara að prófa að nota klipp­urn­ar hjá pabba sem kenndi mér ákveðin grunn­hand­tök ásamt eldri bróður mín­um. 18 ára var ég orðinn
nokkuð fær þannig að upp úr því gat ég farið að rýja hjá öðrum bænd­um.“

Jafn­víg­ur á báðar hend­ur

Daní­el Atli er al­inn upp í Klifs­haga

...