
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ríflega 100 kíló voru í pottum í Varmárskóla í Mosfellsbæ í hádeginu á þriðjudaginn þegar þar var borinn fram grjónagrautur. Fast er á matseðli skólans að þar sé strangheiðarlegur vellingur að minnsta kosti einu sinni í mánuði. Raunar er þetta eftirlæti meðal nemenda skólans. „Hér gildir einföld uppskrift af því að það stendur alltaf fyrir sínu. Ég gæti haft þetta á borðum tvisvar í viku og flestum börnunum þætti slíkt fínt,” segir Böðvar Sigurvin Björnsson matreiðslumeistari skólans.
Herramannsmatur!
Starfsfólkið í mötuneyti Varmárskóla var venju samkvæmt komið snemma til vinnu á þriðjudag og byrjaði þá að finna til allt sem þurfti í graut dagsins. Grjónin eru grunnur: 25 kíló úr stórum sekk sem soðin voru í vatni. Tilbúin voru
...