Ríf­lega 100 kíló voru í pott­um í Varmár­skóla í Mos­fells­bæ í há­deg­inu á þriðju­dag­inn þegar þar var bor­inn fram grjóna­graut­ur. Fast er á mat­seðli skól­ans að þar sé strang­heiðarleg­ur vell­ing­ur að minnsta kosti einu sinni í mánuði
Grautargerð Fólk verður æ meðvitaðra um hollustu og hvers eigi að neyta, segir matreiðslumaðurinn Böðvar í viðtalinu.
Graut­ar­gerð Fólk verður æ meðvitaðra um holl­ustu og hvers eigi að neyta, seg­ir mat­reiðslumaður­inn Böðvar í viðtal­inu. — Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

sbs@mbl.is

Ríf­lega 100 kíló voru í pott­um í Varmár­skóla í Mos­fells­bæ í há­deg­inu á þriðju­dag­inn þegar þar var bor­inn fram grjóna­graut­ur. Fast er á mat­seðli skól­ans að þar sé strang­heiðarleg­ur vell­ing­ur að minnsta kosti einu sinni í mánuði. Raun­ar er þetta eft­ir­læti meðal nem­enda skól­ans. „Hér gild­ir ein­föld upp­skrift af því að það stend­ur alltaf fyr­ir sínu. Ég gæti haft þetta á borðum tvisvar í viku og flest­um börn­un­um þætti slíkt fínt,” seg­ir Böðvar Sig­ur­vin Björns­son mat­reiðslu­meist­ari skól­ans.

Herra­manns­mat­ur!

Starfs­fólkið í mötu­neyti Varmár­skóla var venju sam­kvæmt komið snemma til vinnu á þriðju­dag og byrjaði þá að finna til allt sem þurfti í graut dags­ins. Grjón­in eru grunn­ur: 25 kíló úr stór­um sekk sem soðin voru í vatni. Til­bú­in voru

...