
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Því er þannig háttað með margt það mikilvægasta í lífinu að við leiðum ekki hugann að því á meðan allt leikur í lyndi. Öryggi ástvina okkar, tími með þeim sem við elskum, góð heilsa, frelsi til að gera það sem hugurinn stendur til og lifa því lífi sem við kjósum – allt þetta er sjálfsagt þegar við njótum þess. En við finnum sterkt hversu dýrmætt þetta allt er þegar því er ógnað eða það er tekið frá okkur.
Undanfarna áratugi höfum við Íslendingar gengið að því sem vísu að öryggi landsins okkar og mikilvægra innviða sé tryggt. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, margvíslegar tilraunir til skemmdarverka í nágrannalöndum okkar og aðrar vendingar í alþjóðamálum hafa breytt þessu og kalla á endurmat. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr.
Við erum ekki ein um að
...