Við velt­um ekki fyr­ir okk­ur raf­lögn­um á meðan ljós­in eru kveikt en stönd­um upp og at­hug­um málið þegar það flökt­ir. Nú flökt­ir ljós friðar og frels­is.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir

Því er þannig háttað með margt það mik­il­væg­asta í líf­inu að við leiðum ekki hug­ann að því á meðan allt leik­ur í lyndi. Öryggi ást­vina okk­ar, tími með þeim sem við elsk­um, góð heilsa, frelsi til að gera það sem hug­ur­inn stend­ur til og lifa því lífi sem við kjós­um – allt þetta er sjálfsagt þegar við njót­um þess. En við finn­um sterkt hversu dýr­mætt þetta allt er þegar því er ógnað eða það er tekið frá okk­ur.

Und­an­farna ára­tugi höf­um við Íslend­ing­ar gengið að því sem vísu að ör­yggi lands­ins okk­ar og mik­il­vægra innviða sé tryggt. Árás­ar­stríð Rúss­lands í Úkraínu, marg­vís­leg­ar til­raun­ir til skemmd­ar­verka í ná­granna­lönd­um okk­ar og aðrar vend­ing­ar í alþjóðamál­um hafa breytt þessu og kalla á end­ur­mat. Hvort sem okk­ur lík­ar það bet­ur eða verr.

Við erum ekki ein um að

...