
Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
Meirihlutinn í borgarstjórn felldi á þriðjudag tillögu Ragnhildar Öldu Vilhjálmsdóttur borgarfulltrúa um að leigjendur hjá Félagsbústöðum fengju rétt til að kaupa íbúðirnar sem þeir búa í.
Ragnhildur sagði við Morgunblaðið fyrir borgarstjórnarfundinn að hún væri bjartsýn á að tillagan fengist samþykkt þar sem hún leysti bæði vanda Félagsbústaða og ekki síður þeirra sem leigja þar og eru fastir á leigumarkaði.
Kerfið heldur þeim föstum
„Ég vonaðist til að meirihlutinn sæi ljósið og samþykkti tillöguna. Í dag er engin leið fyrir leigjendur Félagsbústaða til að eignast íbúðirnar sínar. Kerfið heldur þeim föstum í langtímaleigu á meðan þeir sem komast inn á fasteignamarkaðinn geta byggt upp eigið
...