
Sjálfstæði, sterk staða Íslands í alþjóðakerfinu og mikil verðmætasköpun hafa frá stofnun lýðveldisins tryggt þjóðinni góð lífskjör. Mikilvægt skref var stigið árið 1949 þegar Ísland gerðist stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Þar sem Ísland er herlaust ríki og gat ekki varið sig sjálft, leiddi aðildin meðal annars til varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna árið 1951.
Á þeim tíma var varnarleysi landsins talið ógna ekki aðeins öryggi þess sjálfs heldur einnig friði og stöðugleika í nágrannaríkjum, eins og fram kemur í samningnum. Með festu og framsýni tryggðu íslensk stjórnvöld að hér á landi væri aðstaða til að sinna vörnum og þannig varðveita frið og öryggi á svæðinu. Í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir í alþjóðamálum þessi dægrin hafa ýmsir haldið því fram að flýta eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um að endurvekja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Sumir telja að Ísland þurfi á aðild að halda til
...