Viðskipta­blaðið er að von­um áfram um frjáls­ræði í viðskipt­um, svo hrafn­arn­ir Hug­inn & Mun­inn fjalla um áform Eyj­ólfs Ármanns­son­ar innviðaráðherra í mót­un ís­lensks sam­fé­lags og sam­gangna. Eyj­ólf­ur hyggst „breyta leigu­bíla­lög­um aft­ur yfir í…
Eyjólfur Ármannsson
Eyj­ólf­ur Ármanns­son

Viðskipta­blaðið er að von­um áfram um frjáls­ræði í viðskipt­um, svo hrafn­arn­ir Hug­inn & Mun­inn fjalla um áform Eyj­ólfs Ármanns­son­ar innviðaráðherra í mót­un ís­lensks sam­fé­lags og sam­gangna. Eyj­ólf­ur hyggst „breyta leigu­bíla­lög­um aft­ur yfir í fyrra horf og verður þannig skref, sem stigið var í átt til auk­ins frels­is á leigu­bíla­markaði, stigið til baka.

Líkt og Viðskiptaráð bend­ir á í um­sögn sinni myndu fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar fela í sér aft­ur­för á leigu­bíla­markaði. Meðal ann­ars á að taka upp gam­aldags stöðvar­skyldu á ný sem líkt og ráðið bend­ir á leiðir til hærra verðs og lak­ari þjón­ustu fyr­ir neyt­end­ur.“

Hrafn­arn­ir telja að Eyj­ólf­ur hafi látið und­an „þrýst­ingi hags­muna­afla sem bera síður en svo hag neyt­enda fyr­ir brjósti.“ Þá segja þeir að ef fram haldi sem horfi megi ætla að Inga Sæ­land muni láta draum

...