Sveit­ar­fé­lög verða eins og ríkið að sýna ábyrgð í upp­bygg­ingu orku- og veitu­mann­virkja, með hliðsjón af skipu­lags- og leyf­is­veit­ing­ar­valdi þeirra, til að hægt sé að kom­ast út úr því ójafn­vægi fram­boðs og eft­ir­spurn­ar sem nú­ver­andi um­gjörð hef­ur valdið
Raforka Huga þarf að öryggi orku- og veituinnviða að mati Samorku.
Raf­orka Huga þarf að ör­yggi orku- og veitu­innviða að mati Samorku. — Morg­un­blaði/​Arnþór Birk­is­son

Ólaf­ur E. Jó­hanns­son

oej@mbl.is

Sveit­ar­fé­lög verða eins og ríkið að sýna ábyrgð í upp­bygg­ingu orku- og veitu­mann­virkja, með hliðsjón af skipu­lags- og leyf­is­veit­ing­ar­valdi þeirra, til að hægt sé að kom­ast út úr því ójafn­vægi fram­boðs og eft­ir­spurn­ar sem nú­ver­andi um­gjörð hef­ur valdið. Þetta kem­ur m.a. fram í álykt­un aðal­fund­ar Samorku sem hald­inn var í gær.

Í álykt­un­inni seg­ir að sam­tök­in leggi ríka áherslu á nauðsyn þess að ráðast í um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir orku- og veitu­mann­virkja til að tryggja orku­ör­yggi, viðnámsþrótt og sjálf­bæra nýt­ingu auðlinda. Einnig þurfi að huga í aukn­um mæli að ör­yggi orku- og veitu­innviða. Dreifð orku­fram­leiðsla víða um land dragi úr áhættu og heild­aráhrif­um nei­kvæðra at­b­urða á ein­stök­um stöðum. Með orku­skipt­um og frek­ari raf­væðingu sam­fé­lags­ins skap­ist ein­stakt tæki­færi til að draga úr áhættu

...