
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Sveitarfélög verða eins og ríkið að sýna ábyrgð í uppbyggingu orku- og veitumannvirkja, með hliðsjón af skipulags- og leyfisveitingarvaldi þeirra, til að hægt sé að komast út úr því ójafnvægi framboðs og eftirspurnar sem núverandi umgjörð hefur valdið. Þetta kemur m.a. fram í ályktun aðalfundar Samorku sem haldinn var í gær.
Í ályktuninni segir að samtökin leggi ríka áherslu á nauðsyn þess að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir orku- og veitumannvirkja til að tryggja orkuöryggi, viðnámsþrótt og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Einnig þurfi að huga í auknum mæli að öryggi orku- og veituinnviða. Dreifð orkuframleiðsla víða um land dragi úr áhættu og heildaráhrifum neikvæðra atburða á einstökum stöðum. Með orkuskiptum og frekari rafvæðingu samfélagsins skapist einstakt tækifæri til að draga úr áhættu
...