Knatt­spyrnu­kon­an Diljá Ýr Zomers miss­ir af leikj­um Íslands gegn Nor­egi og Sviss í Þjóðadeild­inni en hún hef­ur ekki spilað með OH Leu­ven í Belg­íu síðan í nóv­em­ber vegna meiðsla. Þor­steinn Hall­dórs­son landsliðsþjálf­ari sagði á frétta­manna­fundi í gær…
Belgía Diljá Ýr Zomers er sóknarmaður hjá liði OH Leuven.
Belg­ía Diljá Ýr Zomers er sókn­ar­maður hjá liði OH Leu­ven. — Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Knatt­spyrnu­kon­an Diljá Ýr Zomers miss­ir af leikj­um Íslands gegn Nor­egi og Sviss í Þjóðadeild­inni en hún hef­ur ekki spilað með OH Leu­ven í Belg­íu síðan í nóv­em­ber vegna meiðsla. Þor­steinn Hall­dórs­son landsliðsþjálf­ari sagði á frétta­manna­fundi í gær að meiðslin, álags­brot í rist, hefðu greinst seint og það hefði tafið fyr­ir end­ur­kom­unni. Diljá yrði frá næstu vik­ur en ætti ennþá mögu­leika á að vera kom­in af stað nógu snemma fyr­ir EM í sum­ar.