Borgarstjórn Einar Þorsteinsson segir meirihlutaslitin óhjákvæmileg.
Borg­ar­stjórn Ein­ar Þor­steins­son seg­ir meiri­hluta­slit­in óhjá­kvæmi­leg.

Ein­ar Þor­steins­son, fv. borg­ar­stjóri og odd­viti fram­sókn­ar­manna í borg­ar­stjórn, seg­ir að það hafi verið áhættu­samt fyr­ir sig að slíta fyrra meiri­hluta­sam­starfi, en að það hafi verið óhjá­kvæmi­legt.

„Ég varð að taka verk­efn­in fram yfir ein­hverja valda­stóla,“ seg­ir hann í viðtali í Dag­mál­um í dag.

Hann seg­ir kyrr­stöðu hafa blasað við, því Sam­fylk­ing og Pírat­ar hafi engu viljað breyta, þó þörf­in væri brýn. Sama kyrrstaða blasi nú við hjá vinstri­meiri­hlut­an­um, sem hafi fátt á prjón­un­um og verði minna úr verki. Áhersl­an þar virðist ein­mitt vera á valda­stól­un­um, ekki því sem gera þurfi.

Ein­ar hef­ur áhyggj­ur af því að þar fari dýr­mæt­ur tími í súg­inn. Þess vegna megi segja að kosn­inga­bar­átt­an sé haf­in, a.m.k. hjá minni­hluta­flokk­un­um.