
Einar Þorsteinsson, fv. borgarstjóri og oddviti framsóknarmanna í borgarstjórn, segir að það hafi verið áhættusamt fyrir sig að slíta fyrra meirihlutasamstarfi, en að það hafi verið óhjákvæmilegt.
„Ég varð að taka verkefnin fram yfir einhverja valdastóla,“ segir hann í viðtali í Dagmálum í dag.
Hann segir kyrrstöðu hafa blasað við, því Samfylking og Píratar hafi engu viljað breyta, þó þörfin væri brýn. Sama kyrrstaða blasi nú við hjá vinstrimeirihlutanum, sem hafi fátt á prjónunum og verði minna úr verki. Áherslan þar virðist einmitt vera á valdastólunum, ekki því sem gera þurfi.
Einar hefur áhyggjur af því að þar fari dýrmætur tími í súginn. Þess vegna megi segja að kosningabaráttan sé hafin, a.m.k. hjá minnihlutaflokkunum.