
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við buðum fjölbreyttum hópi hönnuða, listamanna, arkitekta og handverksfólks að gera veggsnaga, og útkoman er eins fjölbreytt og þátttakendurnir, bæði í efni og formi. Þátttakendur eru rúmlega þrjátíu, bæði innlendir og erlendir, með margs konar bakgrunn og reynslu, nýútskrifaðir sem og landskunnir. Inntak sýningarinnar er spurningin: Hvað er snagi?“ segja þau Brynhildur Pálsdóttir og Gunnar Pétursson, um sýninguna Snagar-Hooked, sem nú stendur yfir í Hakk Gallery við Óðinsgötu í Reykjavík, en þau tvö stofnuðu galleríið sl. haust og þar er áhersla á hönnun, handverk og arkitektúr.
„Þessi fyrsta sýning okkar er ákveðið endurlit til ársins 1996, þegar samskonar sýning var opnuð í Gallerí Greip á Hverfisgötu, en Tinna Gunnarsdóttir
...