Við buðum fjöl­breytt­um hópi hönnuða, lista­manna, arki­tekta og hand­verks­fólks að gera vegg­snaga, og út­kom­an er eins fjöl­breytt og þátt­tak­end­urn­ir, bæði í efni og formi. Þátt­tak­end­ur eru rúm­lega þrjá­tíu, bæði inn­lend­ir og er­lend­ir, með margs kon­ar bak­grunn og reynslu, ný­út­skrifaðir sem og lands­kunn­ir
Snagar Gunnar og Brynhildur ásamt ótrúlega fjölbreyttum snögum á sýningunni í Hakk Gallery.
Snag­ar Gunn­ar og Bryn­hild­ur ásamt ótrú­lega fjöl­breytt­um snög­um á sýn­ing­unni í Hakk Gallery. — Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Krist­ín Heiða Krist­ins­dótt­ir

khk@mbl.is

Við buðum fjöl­breytt­um hópi hönnuða, lista­manna, arki­tekta og hand­verks­fólks að gera vegg­snaga, og út­kom­an er eins fjöl­breytt og þátt­tak­end­urn­ir, bæði í efni og formi. Þátt­tak­end­ur eru rúm­lega þrjá­tíu, bæði inn­lend­ir og er­lend­ir, með margs kon­ar bak­grunn og reynslu, ný­út­skrifaðir sem og lands­kunn­ir. Inn­tak sýn­ing­ar­inn­ar er spurn­ing­in: Hvað er snagi?“ segja þau Bryn­hild­ur Páls­dótt­ir og Gunn­ar Pét­urs­son, um sýn­ing­una Snag­ar-Hooked, sem nú stend­ur yfir í Hakk Gallery við Óðins­götu í Reykja­vík, en þau tvö stofnuðu galle­ríið sl. haust og þar er áhersla á hönn­un, hand­verk og arki­tekt­úr.

„Þessi fyrsta sýn­ing okk­ar er ákveðið end­ur­lit til árs­ins 1996, þegar sams­kon­ar sýn­ing var opnuð í Galle­rí Greip á Hverf­is­götu, en Tinna Gunn­ars­dótt­ir

...